Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 13:16 Útlitsmynd af sjúkrahótelinu Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira