Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 13:16 Útlitsmynd af sjúkrahótelinu Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels