Innlent

Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Þór auglýsir eftir verkalýðsfélagi sem vill kæra Kjararáð með sér.
Jón Þór auglýsir eftir verkalýðsfélagi sem vill kæra Kjararáð með sér.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur nú gengið frá kæru á hendur kjararáði. En, fyrir rúmu ári varð uppi fótur og fit í samfélaginu þegar kjararáð kynnti þann sama dag og þjóðin gekk til Alþingiskosninga afar rausnarlegar hækkanir launa æðstu ráðamanna. Jón Þór lét málið til sín taka þá.

„Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði Kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild,“ segir Jón Þór í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu.

Jón Þór greinir frá því að sumarið hafi farið í að vinna kæruna og haustið í að leita eftir verkalýðsfélagi sem er reiðubúið að vera aðila að kærunni. Samkvæmt lögmanni Jóns Þórs eru mestar líkur á að dómsstólar taki við stefnu ef verkalýðsfélag kærir með.

„Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.“


Tengdar fréttir

Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ

Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×