ASÍ: Laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. mars 2017 17:42 Kjararáð hækkaði laun þingmanna í október í fyrra en fyrir stuttu lækkaði forsætisnefnd starfstengdar greiðslur þingmanna. vísir/Anton Brink Alþýðusamband Íslands segir frétt fjármálaráðuneytisins um launaþróun þingmanna ekki gefa rétta sýn á stöðu mála og að laun þingmanna jafngildi launum fimm fullvinannandi verkamanna á lágmarkslaunum. Í frétt ráðuneytisins sagði að þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þreirra væri „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Tölurnar eru byggðar á samantekt frá Hagstofu Íslands um þróun launakjara alþingismanna undanfarin áratug. Alþýðusamband Íslands segir að í þeim tölum sé staðfest að á árunum 2013-2016 hafi regluleg laun þingmanna hækkað umtalsvert meira en hjá öðrum hópum, eða um 68% á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 26% og laun opinberra starfsmanna um ríflega 31%. „Í samanburði ráðuneytisins eru laun þingmanna borin saman við þróun launavísitölu aftur til ársins 2006. Í þeim samanburði er þannig með öllu horft fram hjá því að rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins, sem ríki og sveitarfélög undirrituðu, byggir á sameiginlegri launastefnu til ársloka 2018 um að launakostnaður aukist ekki umfram 32% á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. segir í tilkynningu frá ASÍ.Laun þingmanna fimmföld lágmarkslaun Þá segir að það tímabil sem miðað er við í rammasamkomulaginu sé ekki tilviljun. „ Með því að horfa til tímabilsins frá 2013 var verið að verja sérstakar hækkanir lægstu launa í kjarasamningum undanfarin áratug. Þau skilaboð sem felast í því að miða launaþróun alþingismanna við tímabilið aftur til ársins 2006 eru því þau, að alþingismenn eigi að njóta þeirra sérstöku hækkana sem samið hefur verið um fyrir láglaunahópa undanfarin áratug í sínum launum. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ljósi þess að laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum.“ ASÍ segir að með undirritun rammasamkomulagsins árið 2015 hafi ríki og sveitarfélög undirgengist að fylgja ákveðinni launastefnu í kjarasamningum við sína starfsmenn. „Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að slíkt hið sama eigi við um þjóðkjörna fulltrúa. Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA við undirritun samkomulagsins um frestun á uppsagnarheimild kjarasamninga til loka febrúar 2018 var sérstaklega áréttuð krafa samtakanna um að æðstu embættismenn og kjörnir fulltrúar fylgi sömu launastefnu og samið var um í rammasamkomulaginu. Þessar upplýsingar sem ráðuneyti fjármála- og efnahagsmála gefa tilefni til að árétta þá kröfu.“ Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er "mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ 2. mars 2017 11:49 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir frétt fjármálaráðuneytisins um launaþróun þingmanna ekki gefa rétta sýn á stöðu mála og að laun þingmanna jafngildi launum fimm fullvinannandi verkamanna á lágmarkslaunum. Í frétt ráðuneytisins sagði að þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þreirra væri „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Tölurnar eru byggðar á samantekt frá Hagstofu Íslands um þróun launakjara alþingismanna undanfarin áratug. Alþýðusamband Íslands segir að í þeim tölum sé staðfest að á árunum 2013-2016 hafi regluleg laun þingmanna hækkað umtalsvert meira en hjá öðrum hópum, eða um 68% á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 26% og laun opinberra starfsmanna um ríflega 31%. „Í samanburði ráðuneytisins eru laun þingmanna borin saman við þróun launavísitölu aftur til ársins 2006. Í þeim samanburði er þannig með öllu horft fram hjá því að rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins, sem ríki og sveitarfélög undirrituðu, byggir á sameiginlegri launastefnu til ársloka 2018 um að launakostnaður aukist ekki umfram 32% á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. segir í tilkynningu frá ASÍ.Laun þingmanna fimmföld lágmarkslaun Þá segir að það tímabil sem miðað er við í rammasamkomulaginu sé ekki tilviljun. „ Með því að horfa til tímabilsins frá 2013 var verið að verja sérstakar hækkanir lægstu launa í kjarasamningum undanfarin áratug. Þau skilaboð sem felast í því að miða launaþróun alþingismanna við tímabilið aftur til ársins 2006 eru því þau, að alþingismenn eigi að njóta þeirra sérstöku hækkana sem samið hefur verið um fyrir láglaunahópa undanfarin áratug í sínum launum. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ljósi þess að laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum.“ ASÍ segir að með undirritun rammasamkomulagsins árið 2015 hafi ríki og sveitarfélög undirgengist að fylgja ákveðinni launastefnu í kjarasamningum við sína starfsmenn. „Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að slíkt hið sama eigi við um þjóðkjörna fulltrúa. Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA við undirritun samkomulagsins um frestun á uppsagnarheimild kjarasamninga til loka febrúar 2018 var sérstaklega áréttuð krafa samtakanna um að æðstu embættismenn og kjörnir fulltrúar fylgi sömu launastefnu og samið var um í rammasamkomulaginu. Þessar upplýsingar sem ráðuneyti fjármála- og efnahagsmála gefa tilefni til að árétta þá kröfu.“
Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er "mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ 2. mars 2017 11:49 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er "mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ 2. mars 2017 11:49