Ekki fyrir hvern sem er að sinna 200-300 kg svíni Guðný Hrönn skrifar 25. október 2017 09:30 Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín í gegnum tíðina og svínaáhugi Íslendinga virðist nú vera að aukast. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning