Ekki fyrir hvern sem er að sinna 200-300 kg svíni Guðný Hrönn skrifar 25. október 2017 09:30 Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín í gegnum tíðina og svínaáhugi Íslendinga virðist nú vera að aukast. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti. Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti.
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira