Innlent

Jafnvægisvog dragi fram stöðu kynjanna í helstu stjórnunarstöðum atvinnulífsins

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frá undirritun samninga í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Þorsteinn Víglundson ráðherra, Rakel Sveinsdóttir formaður FKA og Guðrún Ragnarsdóttir verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar
Frá undirritun samninga í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Þorsteinn Víglundson ráðherra, Rakel Sveinsdóttir formaður FKA og Guðrún Ragnarsdóttir verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar Velferðarráðuneytið
Samningar um Jafnvægisvogina, nýtt mælitæki á sviði jafnréttismála, voru undirritaðir í dag. Félag kvenna í atvinnulífinu mun leiða verkefnið og þróa það í samstarfi við stjórnvöld og hagsmunaaðila í íslensku atvinnulífi.

Meginmarkmiðin með Jafnréttisvoginni er að samræma og safna saman tölulegum upplýsingum um hlut kvenna og karla í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Verkefnið stendur einnig fyrir viðburðum og fræðslu um mikilvægi fjölbreytileika í stjórnum og stjórnendateymum og að veita fyrirtækjum viðurkenningu árlega, sem náð hafa markmiðum Jafnvægisvogarinnar.

Samstarfssamningurinn er til eins árs og felur í sér fimm milljóna króna fjárstuðning til verkefnisins með möguleika á framlengingu. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, sagðist við undirritun samningsins binda vonir við að með Jafnvægisvoginni verði hægt að draga betur fram en áður hvernig staða kynjanna er í helstu stjórnunarstöðum atvinnulífsins og verða hvati til að gera betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×