Segir Óttar ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin bjó til varðandi Arion banka Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. október 2017 19:15 Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann. Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann.
Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41