Segir Óttar ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin bjó til varðandi Arion banka Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. október 2017 19:15 Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann. Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann.
Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41