Segir Óttar ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin bjó til varðandi Arion banka Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. október 2017 19:15 Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann. Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
„Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann.
Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41