Frægir fara á fjöll: „Verið að neyða fólk út í óvissu“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 25. október 2017 10:30 Hilmir Snær, Pálmi og Fanney fara oft á tíðum upp á fjöll. Myndvinnsla/garðar „Ég ætla að reyna að komast ef ég er ekki að leika. Ég hef ekki komist síðustu tvö árin út af því,“ segir Hilmir Snær Guðnason, leikari, um komandi rjúpnaveiði sína. Hilmir hefur farið undanfarin ár í Mývatnssveit þar sem fjölskylda konu hans á land. Hilmir er einn af fjölmörgum sem munu skunda á fjöll með byssu í hendinni og nesti á bakinu til að veiða sér til jólamatar.Pálmi Gestsson er mikill veiðimaður.Rjúpnaveiðitímabilið hefst á föstudaginn og munu veiðidagar verða tólf talsins, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember 2017. Er fyrirkomulagið það sama og undanfarin ár. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er um 57.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna síðasta ár, gera það 5-6 fugla á hvern veiðimann. Sölubann á er rjúpum. Pálmi Gestsson, leikari, var að frumsýna Risaeðlurnar, lokahluta leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Hann er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings upp á fjöll enda yfirleitt að sýna. „Það er nú óréttlætið í þessu kerfi gagnvart þeim sem þurfa að vinna um helgar. Ég skil ekki þetta kerfi og af hverju það megi ekki veiða einhverja mánudaga og þriðjudaga. Þetta er eins og tryllumálunum. Það er verið að neyða fólk út í óvissu í staðinn að fara þegar er gott veður.“Fanney Birna fer töluvert á rjúpnaveiði.Fanney Birna Jónsdóttir stefnir á ferð til Þórshafnar með vinkonum sínum Katrín Öldu og Rebekku Rafnsdætrum. Hvenær er þó ekki alveg vitað en kosningar setja plön þeirra í smá uppnám. „Þar njótum við liðssinnis pabba þeirra sem er einn af fjallakóngum þessa lands. Ég kemst ekki þessa helgina vegna kosninganna. Ég ætla að fara eina ferð með Baldvin Þór Bergssyni fréttamanni sem er nýkominn með skotleyfi. Við förum á stað hér rétt utan við bæinn. Annað er óráðið. En þetta snýst meira um útiveruna og samveruna og gott nesti. Það vonda við veiðina er að hún eyðileggur fjallgöngur fyrir mér. Það er argasta tilgangsleysi að labba á fjöll án þess að vera með byssu,“ segir hún og hlær. Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira
„Ég ætla að reyna að komast ef ég er ekki að leika. Ég hef ekki komist síðustu tvö árin út af því,“ segir Hilmir Snær Guðnason, leikari, um komandi rjúpnaveiði sína. Hilmir hefur farið undanfarin ár í Mývatnssveit þar sem fjölskylda konu hans á land. Hilmir er einn af fjölmörgum sem munu skunda á fjöll með byssu í hendinni og nesti á bakinu til að veiða sér til jólamatar.Pálmi Gestsson er mikill veiðimaður.Rjúpnaveiðitímabilið hefst á föstudaginn og munu veiðidagar verða tólf talsins, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember 2017. Er fyrirkomulagið það sama og undanfarin ár. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er um 57.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna síðasta ár, gera það 5-6 fugla á hvern veiðimann. Sölubann á er rjúpum. Pálmi Gestsson, leikari, var að frumsýna Risaeðlurnar, lokahluta leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Hann er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings upp á fjöll enda yfirleitt að sýna. „Það er nú óréttlætið í þessu kerfi gagnvart þeim sem þurfa að vinna um helgar. Ég skil ekki þetta kerfi og af hverju það megi ekki veiða einhverja mánudaga og þriðjudaga. Þetta er eins og tryllumálunum. Það er verið að neyða fólk út í óvissu í staðinn að fara þegar er gott veður.“Fanney Birna fer töluvert á rjúpnaveiði.Fanney Birna Jónsdóttir stefnir á ferð til Þórshafnar með vinkonum sínum Katrín Öldu og Rebekku Rafnsdætrum. Hvenær er þó ekki alveg vitað en kosningar setja plön þeirra í smá uppnám. „Þar njótum við liðssinnis pabba þeirra sem er einn af fjallakóngum þessa lands. Ég kemst ekki þessa helgina vegna kosninganna. Ég ætla að fara eina ferð með Baldvin Þór Bergssyni fréttamanni sem er nýkominn með skotleyfi. Við förum á stað hér rétt utan við bæinn. Annað er óráðið. En þetta snýst meira um útiveruna og samveruna og gott nesti. Það vonda við veiðina er að hún eyðileggur fjallgöngur fyrir mér. Það er argasta tilgangsleysi að labba á fjöll án þess að vera með byssu,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira