Klifraði upp fimm gáma eftir kajakferð að hafnarsvæðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2017 20:00 Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira