Innlent

Flestir Íslendingar óánægðir með fráfarandi ríkisstjórn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Konur voru óánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en karlar, en þær voru ánægðari með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.
Konur voru óánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en karlar, en þær voru ánægðari með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Visir/Anton
Meirihluti landsmanna eru óánægðir með frammistöðu allra ráðherra fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flestir eru óánægðir með frammistöðu Benedikts Jóhannessonar.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu hefur ánægja með frammistöðu ráðherranna almennt lækkað frá því í maí en hún stendur nánast í stað hjá Óttari Proppé, Jóni Gunnarssyni, Guðlaugi Þór og Þorsteini Víglundssyni.

Svarendur könnunarinnar voru 852 talsins og eru á aldrinum 18 til 75 ára.

Áberandi flestir eru óánægðir með frammistöðu þriggja ráðherra en 65,4 prósent svarenda kváðust vera óánægðir með frammistöðu Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra, 63,5 prósent voru óánægð með frammistöðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og 63,5 prósent voru óánægð með frammistöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Þá ríkti mesta ánægjan meðal svarenda með frammistöðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, eða um 27,3 prósent.

Þeir tekjuhæstu ánægðari með Viðreisnarráðherra

Konur voru óánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en karlar, en þær voru ánægðari með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Þeir svarenda sem eru tekjuhæstir, það er þeir sem hafa fjölskyldutekjur yfir 800 þúsund á mánuði voru ánægðari en aðrir með frammistöðu Viðreisnarráðherranna Benedikts Jóhannessonar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir og Þorsteins Víglundssonar.

Háskólamenntaðir svarendur eru ánægðari en aðrir með störf Benedikts Jóhannessonar, Bjartar Ólafsdóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar.

Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×