Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 15:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi. Vísir/Vilhelm Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30