Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 02:20 Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. Vísir/Ernir „Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira