Opnari stjórnarmyndun í ár en í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 20:30 Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira