Falleg saga í ótrúlega ljótum heimi Guðný Hrönn skrifar 10. október 2017 18:00 Nokkrar senur Lof mér að falla voru teknar á Spáni. vísir/stefán Tökum á kvikmyndinni Lof mér að falla var að ljúka, fyrir utan nokkrar vetrarsenur sem verða teknar hér þegar snjóa tekur. Hluti myndarinnar var tekinn á Spáni og segir leikstjóri myndarinnar, Baldvin Zophoníasson, allt tökuferlið hafa gengið vel, þó að það hafi svo sannarlega verið krefjandi. Myndin segir sögu tveggja vinkvenna sem glíma við eiturlyfjafíkn. Söguþráðurinn byggir á dagbókum og sögum nokkurra kvenna sem hafa fengið að kynnast fíkn og undirheimunum á eigin skinni. „Þetta er saga um tvær stelpur, sem kynnast 15 og 16 ára gamlar. Og við í raun og veru fylgjum þeim í 15 ár, alveg frá því þær byrja í neyslu,“ útskýrir Baldvin sem var að koma frá Spáni. „Við tókum upp nokkrar senur á Spáni, sem eiga að gerast í Rio de Janeiro. Við eigum svo einn tökudag eftir, sem verður þegar snjórinn kemur.“ Byggt á dagbókum og reynslusögumSpurður út í hvernig það kom til að hann skrifar og leikstýrir mynd um undirheimana og afleiðingar fíknar segir hann: „Þetta byrjar þannig að mér var úthlutað forvarnarverkefni sem varð svo ekkert úr. En á meðan ég var að kynna mér hlutina fyrir það verkefni þá fæ ég í hendurnar dagbækur sem kona að nafni Kristín Gerður Guðmundsdóttir skildi eftir sig. Hún tók sitt eigið líf í kringum aldamótin.“Elín Sif og Eyrún Björk stóðu sig eins og hetjur að sögn Baldvins.vísir/stefán„Eftir það verður þessi heimur mér hugleikinn. Og svo í framhaldinu þá tengjumst við Biggi, sem skrifar handritið með mér, nokkrum stelpum sem voru í neyslu þegar við hittum þær. Þær fara að segja okkur sínar sögur og úr þessu öllu förum við að púsla saman sögunni,“ segir Baldvin. Hann viðurkennir að þessi undirbúningsvinna í kringum myndina hafi verið erfið en nauðsynleg.„Ég held að okkur Bigga hefði aldrei getað dottið í hug það sem gerist í myndinni, ef við myndum setjast niður og búa til sögu um fólk í neyslu. Þessi heimur er ótrúlega harður. Það er í raun ekki ein skálduð sena í myndinni, þó að myndin í heild sé skálduð.“ Aðspurður út í leikkonurnar sem fara með aðalhlutverkin segir Baldvin: „Þetta eru tvær 18 ára stelpur. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir. Þær stóðu sig eins og algjörar hetjur. Þær eru ótrúlega flinkar leikkonur og gerðu sögunni góð skil.“ Að lokum nefnir Baldvin að Lof mér að falla sé ekki undirheimamynd. „Þetta er ástarsaga í grunninn. Þetta er ótrúlega falleg dramatísk saga sem gerist í ömurlega ljótum heimi.“ Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Tökum á kvikmyndinni Lof mér að falla var að ljúka, fyrir utan nokkrar vetrarsenur sem verða teknar hér þegar snjóa tekur. Hluti myndarinnar var tekinn á Spáni og segir leikstjóri myndarinnar, Baldvin Zophoníasson, allt tökuferlið hafa gengið vel, þó að það hafi svo sannarlega verið krefjandi. Myndin segir sögu tveggja vinkvenna sem glíma við eiturlyfjafíkn. Söguþráðurinn byggir á dagbókum og sögum nokkurra kvenna sem hafa fengið að kynnast fíkn og undirheimunum á eigin skinni. „Þetta er saga um tvær stelpur, sem kynnast 15 og 16 ára gamlar. Og við í raun og veru fylgjum þeim í 15 ár, alveg frá því þær byrja í neyslu,“ útskýrir Baldvin sem var að koma frá Spáni. „Við tókum upp nokkrar senur á Spáni, sem eiga að gerast í Rio de Janeiro. Við eigum svo einn tökudag eftir, sem verður þegar snjórinn kemur.“ Byggt á dagbókum og reynslusögumSpurður út í hvernig það kom til að hann skrifar og leikstýrir mynd um undirheimana og afleiðingar fíknar segir hann: „Þetta byrjar þannig að mér var úthlutað forvarnarverkefni sem varð svo ekkert úr. En á meðan ég var að kynna mér hlutina fyrir það verkefni þá fæ ég í hendurnar dagbækur sem kona að nafni Kristín Gerður Guðmundsdóttir skildi eftir sig. Hún tók sitt eigið líf í kringum aldamótin.“Elín Sif og Eyrún Björk stóðu sig eins og hetjur að sögn Baldvins.vísir/stefán„Eftir það verður þessi heimur mér hugleikinn. Og svo í framhaldinu þá tengjumst við Biggi, sem skrifar handritið með mér, nokkrum stelpum sem voru í neyslu þegar við hittum þær. Þær fara að segja okkur sínar sögur og úr þessu öllu förum við að púsla saman sögunni,“ segir Baldvin. Hann viðurkennir að þessi undirbúningsvinna í kringum myndina hafi verið erfið en nauðsynleg.„Ég held að okkur Bigga hefði aldrei getað dottið í hug það sem gerist í myndinni, ef við myndum setjast niður og búa til sögu um fólk í neyslu. Þessi heimur er ótrúlega harður. Það er í raun ekki ein skálduð sena í myndinni, þó að myndin í heild sé skálduð.“ Aðspurður út í leikkonurnar sem fara með aðalhlutverkin segir Baldvin: „Þetta eru tvær 18 ára stelpur. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir. Þær stóðu sig eins og algjörar hetjur. Þær eru ótrúlega flinkar leikkonur og gerðu sögunni góð skil.“ Að lokum nefnir Baldvin að Lof mér að falla sé ekki undirheimamynd. „Þetta er ástarsaga í grunninn. Þetta er ótrúlega falleg dramatísk saga sem gerist í ömurlega ljótum heimi.“
Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira