Innlent

Pálmi Jónsson er látinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Pálmi varð þingmaður Norðurlands vestra árið 1966 og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn til ársins 1995.
Pálmi varð þingmaður Norðurlands vestra árið 1966 og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn til ársins 1995.
Pálmi Jónsson fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra er látinn. Pálmi var fæddur á Akri í Torfalækjarhreppi 11. nóvember 1929. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1948 og var bóndi á Akri frá árinu 1953.

Pálmi varð þingmaður Norðurlands vestra árið 1966 og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn til ársins 1995. Hann var landbúnaðarráðherra frá 1980 til 1983 og varaforseti Alþingis frá 1992 til 1995. 

Pálmi lætur eftir sig eiginkonu, Aðalbjörgu Helgu Sigfúsdóttir, og þrjú uppkomin börn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.