Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 22:48 Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. Vísir.is/Réttur t.v./Heiða Helgadóttir t.h. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna sem gæta hagsmuna Stundarinnar, segir að það sé hreinlega óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Þá gerir hún auk þess athugasemdir við framkvæmdina á lögbanninu þar sem blaðamennirnir hafi ekki getað komið vörnum við. Þetta segir Sigríður í samtali við Vísi um ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbann Glitnis HoldCo – sem heldur utan eigur Glitnis sem féll í bankahruninu – við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. „Það sem skiptir máli er að upplýsingarnar eiga erindi við almenning og það sem er verið að fjalla um í þessum fréttum, hingað til, hefur átt erindi við almenning og það er lykilatriði. Það er bara óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning og þegar það er gert er um að ræða brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar skiptir líka máli að hér sé um að ræða stjórnmálaumræða sem jafnframt á sér stað í aðdraganda kosninga. Hún segir lögbannið ekki eiga rétt á sér í ljósi þess að þetta hafi verið stjórnmálaumræða sem eigi erindi við almenning og ennfremur að fjölmörg dómafordæmi séu fyrir því.Í fréttum miðlanna var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins.visir/Anton BrinkSamtvinnun viðskipta og stjórnmála eigi erindi við almenning„Það eru níu bindi frá rannsóknarnefnd Alþingis sem liggja fyrir um það að umfjöllun um samtvinnun viðskipta og stjórnmála í aðdraganda hrunsins og afleiðingar slíkrar háttsemi á erindi til almennings og er nauðsynlegt að gera upp. Þegar þannig háttar til er hægt að vísa í endalaus dómafordæmi meðal annars frá Mannréttindadómstólnum þar sem fjallað er um nauðsyn framþróunar lýðræðis í lýðræðisþjóðfélögum að geta, með óheftum hætti, fjallað um svoleiðis upplýsingar,“ segir Sigríður.Blaðamenn hafi ekki getað komið vörnum viðSigríður gerir auk þess athugasemdir við framkvæmd lögbannsins í ljósi þess að gerðarþoli hafi ekki fengið tækifæri til þess að hafa andmæli. Í frétt Stundarinnar kemur fram að fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík hafi mætt fyrirvaralaust á skrifstofu stundarinnar klukkan fjögur í dag, ásamt lögmanni Glitnis og krafist þess að Stundin afhenti gögn sem blaðamenn höfðu byggt fréttaflutning á. Blaðamenn Stundarinnar hafi ekki getað komið vörnum við. „Af minni reynslu í lögbannsmálum þá hefur gagnaðilum verið veittur frestur til þess að koma með andmæli og gerðin hefur farið fram á skrifstofu Sýslumanns og þegar þannig er háttað til, eins og hér um ræðir að það er búið að fjalla mjög mikið um þetta málefni, þá sé ég ekki hvaða nauðsyn var til þess að ganga fram með slíku offorsi þegar um slík grundvallarmannréttindi er að ræða sem tjáningarfrelsið er,“ segir Sigríður að endingu.Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sem gegnir stöðu embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna sem gæta hagsmuna Stundarinnar, segir að það sé hreinlega óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Þá gerir hún auk þess athugasemdir við framkvæmdina á lögbanninu þar sem blaðamennirnir hafi ekki getað komið vörnum við. Þetta segir Sigríður í samtali við Vísi um ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbann Glitnis HoldCo – sem heldur utan eigur Glitnis sem féll í bankahruninu – við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. „Það sem skiptir máli er að upplýsingarnar eiga erindi við almenning og það sem er verið að fjalla um í þessum fréttum, hingað til, hefur átt erindi við almenning og það er lykilatriði. Það er bara óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning og þegar það er gert er um að ræða brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar skiptir líka máli að hér sé um að ræða stjórnmálaumræða sem jafnframt á sér stað í aðdraganda kosninga. Hún segir lögbannið ekki eiga rétt á sér í ljósi þess að þetta hafi verið stjórnmálaumræða sem eigi erindi við almenning og ennfremur að fjölmörg dómafordæmi séu fyrir því.Í fréttum miðlanna var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins.visir/Anton BrinkSamtvinnun viðskipta og stjórnmála eigi erindi við almenning„Það eru níu bindi frá rannsóknarnefnd Alþingis sem liggja fyrir um það að umfjöllun um samtvinnun viðskipta og stjórnmála í aðdraganda hrunsins og afleiðingar slíkrar háttsemi á erindi til almennings og er nauðsynlegt að gera upp. Þegar þannig háttar til er hægt að vísa í endalaus dómafordæmi meðal annars frá Mannréttindadómstólnum þar sem fjallað er um nauðsyn framþróunar lýðræðis í lýðræðisþjóðfélögum að geta, með óheftum hætti, fjallað um svoleiðis upplýsingar,“ segir Sigríður.Blaðamenn hafi ekki getað komið vörnum viðSigríður gerir auk þess athugasemdir við framkvæmd lögbannsins í ljósi þess að gerðarþoli hafi ekki fengið tækifæri til þess að hafa andmæli. Í frétt Stundarinnar kemur fram að fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík hafi mætt fyrirvaralaust á skrifstofu stundarinnar klukkan fjögur í dag, ásamt lögmanni Glitnis og krafist þess að Stundin afhenti gögn sem blaðamenn höfðu byggt fréttaflutning á. Blaðamenn Stundarinnar hafi ekki getað komið vörnum við. „Af minni reynslu í lögbannsmálum þá hefur gagnaðilum verið veittur frestur til þess að koma með andmæli og gerðin hefur farið fram á skrifstofu Sýslumanns og þegar þannig er háttað til, eins og hér um ræðir að það er búið að fjalla mjög mikið um þetta málefni, þá sé ég ekki hvaða nauðsyn var til þess að ganga fram með slíku offorsi þegar um slík grundvallarmannréttindi er að ræða sem tjáningarfrelsið er,“ segir Sigríður að endingu.Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sem gegnir stöðu embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03
Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36