Innlent

Áskrifendum Stundarinnar fjölgar til muna

Jakob Bjarnar skrifar
Svo virðist sem heimsókn fulltrúa sýslumanns í húsakynni Stundarinnar ætli að kalla fram ágætis búhnykk fyrir miðilinn.
Svo virðist sem heimsókn fulltrúa sýslumanns í húsakynni Stundarinnar ætli að kalla fram ágætis búhnykk fyrir miðilinn.
Fjölmargir hafa keypt áskrift að Stundinni í kjölfar lögbanns sem sett var á fréttaflutning fjölmiðilsins. Eins og fram hefur komið féllst sýslumaður á lögbannskröfu Glitnis HoldCo við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sagði í stuttu samtali við Vísi í morgun, að þetta liggi ekki alveg fyrir.

„Við erum ennþá að fara í gegnum þetta. Mér sýnist vera að áskrifendum og styrkjendum hafi fjölgað um þrjú til fjögur hundruð frá því að lögbannið var sett á í fyrradag,“ segir Jón Trausti. Og hann er að vonum ánægður með það.

„Merkilegt og gott að fólk bregðist við lögbanninu með þessum áþreifanlega hætti.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×