Innlent

Áskrifendum Stundarinnar fjölgar til muna

Jakob Bjarnar skrifar
Svo virðist sem heimsókn fulltrúa sýslumanns í húsakynni Stundarinnar ætli að kalla fram ágætis búhnykk fyrir miðilinn.
Svo virðist sem heimsókn fulltrúa sýslumanns í húsakynni Stundarinnar ætli að kalla fram ágætis búhnykk fyrir miðilinn.

Fjölmargir hafa keypt áskrift að Stundinni í kjölfar lögbanns sem sett var á fréttaflutning fjölmiðilsins. Eins og fram hefur komið féllst sýslumaður á lögbannskröfu Glitnis HoldCo við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sagði í stuttu samtali við Vísi í morgun, að þetta liggi ekki alveg fyrir.

„Við erum ennþá að fara í gegnum þetta. Mér sýnist vera að áskrifendum og styrkjendum hafi fjölgað um þrjú til fjögur hundruð frá því að lögbannið var sett á í fyrradag,“ segir Jón Trausti. Og hann er að vonum ánægður með það.

„Merkilegt og gott að fólk bregðist við lögbanninu með þessum áþreifanlega hætti.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.