Gunnar Hrafn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 23:44 Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þetta segir hann í athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Geðsjúk. Þar deilir einn meðlimur hópsins færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkurinn segist vilja ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Í færslunni segir flokkurinn einnig að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál.Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bannað Óttari og Viðreisn að gera umbætur„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ skrifar þingmaðurinn sem býður sig jafnramt fram fyrir flokkinn aftur fyrir komandi alþingiskosningar. Segist hann hafa setið fundi þar sem þetta var rætt og að þetta hafi verið kristalsljóst. Þá segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blóð á höndum sínum. „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna.“Uppfært klukkan 06:20.Gunnar Hrafn vill koma eftirfarandi á framfæri: „Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum. Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við. Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín. Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?"Þingmaðurinn lét ummælin falla á Facebook-hópnum Geðsjúk.Vísir/Skjáskot Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þetta segir hann í athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Geðsjúk. Þar deilir einn meðlimur hópsins færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkurinn segist vilja ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Í færslunni segir flokkurinn einnig að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál.Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bannað Óttari og Viðreisn að gera umbætur„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ skrifar þingmaðurinn sem býður sig jafnramt fram fyrir flokkinn aftur fyrir komandi alþingiskosningar. Segist hann hafa setið fundi þar sem þetta var rætt og að þetta hafi verið kristalsljóst. Þá segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blóð á höndum sínum. „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna.“Uppfært klukkan 06:20.Gunnar Hrafn vill koma eftirfarandi á framfæri: „Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum. Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við. Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín. Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?"Þingmaðurinn lét ummælin falla á Facebook-hópnum Geðsjúk.Vísir/Skjáskot
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira