Polanski tjáði sig um nauðgunarmálið: „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 18:05 Pólski leikstjórinn flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski tjáði sig um nauðgunardóminn, sem hann hlaut í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss fyrr í dag. Polanski var handtekinn og sakaður um að nauðga hinni þrettán ára gömlu Samantha Geimer árið 1977. Polanski gekkst við því að hafa haft samræði við barn undir lögaldri, en flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. „Eins og þið vitið, þá hefur Samantha Geimer farið fram á að þessu máli verði í lokið í rúmlega 30 ár. En mér þykir fyrir því að dómararnir sem hafa verið með málið á sínum höndum í fjörutíu ár séu spilltir og verndi hvorn annan. Kannski kemur að því að einn þeirra hætti því,“ sagði Polanski við The Hollywood Reporter. „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök. Ég fór í fangelsi. Ég fór aftur til Bandaríkjanna til að sitja af mér. Fólk gleymir því, eða veit ekki af því,“ sagði Polanski og segist hafa setið mun lengur í fangelsi en honum var lofað þegar hann gekkst við brotinu. Í janúar síðastliðnum bárust fréttir af því að Polanski hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður dómnefndar César-verðlaunahátíðarinnar í Frakklandi vegna boðaðra mótmæla sem áttu að beinast gegn veru hans þar. Polanski hefur farið fram á að málinu verði lokið í Bandaríkjunum og dæmt í því án þess að hann verði viðstaddur réttarhöldin. Tvær konur til viðbótar hafa sakað hann um kynferðisbrot, en nýlegasta dæmið er kona sem steig fram í ágúst síðastliðnum og sagðist ætla að bera vitni ef réttað yrði aftur yfir Polanski vegna Geimer-málsins. Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski tjáði sig um nauðgunardóminn, sem hann hlaut í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss fyrr í dag. Polanski var handtekinn og sakaður um að nauðga hinni þrettán ára gömlu Samantha Geimer árið 1977. Polanski gekkst við því að hafa haft samræði við barn undir lögaldri, en flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. „Eins og þið vitið, þá hefur Samantha Geimer farið fram á að þessu máli verði í lokið í rúmlega 30 ár. En mér þykir fyrir því að dómararnir sem hafa verið með málið á sínum höndum í fjörutíu ár séu spilltir og verndi hvorn annan. Kannski kemur að því að einn þeirra hætti því,“ sagði Polanski við The Hollywood Reporter. „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök. Ég fór í fangelsi. Ég fór aftur til Bandaríkjanna til að sitja af mér. Fólk gleymir því, eða veit ekki af því,“ sagði Polanski og segist hafa setið mun lengur í fangelsi en honum var lofað þegar hann gekkst við brotinu. Í janúar síðastliðnum bárust fréttir af því að Polanski hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður dómnefndar César-verðlaunahátíðarinnar í Frakklandi vegna boðaðra mótmæla sem áttu að beinast gegn veru hans þar. Polanski hefur farið fram á að málinu verði lokið í Bandaríkjunum og dæmt í því án þess að hann verði viðstaddur réttarhöldin. Tvær konur til viðbótar hafa sakað hann um kynferðisbrot, en nýlegasta dæmið er kona sem steig fram í ágúst síðastliðnum og sagðist ætla að bera vitni ef réttað yrði aftur yfir Polanski vegna Geimer-málsins.
Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira