Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Helga María Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2017 22:34 Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira