Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Þrír af hverjum fjórum telja að staða Bjarna Benediktssonar hafi versnað á síðustu dögum. visir/anton brink Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00