Gekk berserksgang á Dominos Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 18:13 Lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum á undanförnum mánuðum. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira