Missti ekki úr kennslustund þrátt fyrir erfið veikindi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. september 2017 06:00 Sigurður Pálsson hlaut margsinnis verðlaun fyrir verk sín, en var jafnframt virtur kennari. "Hann naut þess að vera í samskiptum við ritlistarnema og gladdist yfir velgengni þeirra,“ segir Rúnar Helgi Vignisson. vísir/stefán „Á þessari stundu er mér efst í huga söknuður við fráfall einstaks vinar úr æsku og allar götur síðan. Auðvitað vissum við að hverju dró og þó gat maður auðveldlega blekkt sig til að vona að honum yrði lengri lífdaga auðið af því hvað hann var til hinstu stundar gersamlega brilljant og andríkur,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur um vin sinn Sigurð Pálsson, rithöfund og þýðanda. Háskólasamfélagið og rithöfundar eru harmi slegnir við fráfall Sigurðar Pálssonar rithöfundar, sem er látinn 69 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í brjósthimnu fyrir þremur árum. Sigurður var fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og vann við sjónvarp og kvikmyndir. Hann hafði þó einkum fengist við ritstörf og þýðingar um langt skeið. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var sæmdur fálkaorðunni á nýársdag 2017. „Að tala við hann var alltaf eins konar ljóðagjörningur. Við áttum ótal símtöl í gegnum árin og maður var alltaf uppnuminn eftir hvert símtal. Hann talaði oft í myndmáli og var talandi skáld, ekki bara skrifandi skáld,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent við íslenskudeild Háskóla Íslands og umsjónarmaður með ritlistarnámi við skólann.Pétur Gunnarsson rithöfundurRúnar Helgi segir að Sigurður hafi haldið þessu ljóðræna tungutaki alveg fram á síðasta dag. „Það er hálfur mánuður síðan ég hitti hann síðast á líknardeildinni og þá var það enn þá ljóðræn upplifun að heyra hann lýsa sínum veikindum og sínu meini. Hann var enn skapandi í hugsun, alveg fram í andlátið,“ segir Rúnar Helgi. Hann segir nemendur sína hafa tjáð sig opinskátt um andlát Sigurðar, enda hafi hann verið afar vinsæll og virtur kennari. Þau séu slegin þó að þau hafi vitað í hvað stefndi. Sigurður kenndi ritlist í tólf ár og leiðbeindi jafnframt nemendum með lokaverkefni þeirra. „Síðustu tvo vetur kenndi hann með krabbameinið og missti ekki úr eina einustu kennslustund þótt af honum væri dregið. Hann naut þess að vera í samskiptum við ritlistarnema og gladdist yfir velgengni þeirra,“ segir Rúnar Helgi. Pétur segir að æviverk Sigurðar sé mikið að vöxtum, ljóð, leikrit, sögur og síðast en ekki síst öll þau erlendu verk sem hann miðlaði íslenskum lesendum í hágæða þýðingum. „Allt mun það lifa áfram og maðurinn sjálfur ógleymanlegur öllum sem honum kynntust,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Á þessari stundu er mér efst í huga söknuður við fráfall einstaks vinar úr æsku og allar götur síðan. Auðvitað vissum við að hverju dró og þó gat maður auðveldlega blekkt sig til að vona að honum yrði lengri lífdaga auðið af því hvað hann var til hinstu stundar gersamlega brilljant og andríkur,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur um vin sinn Sigurð Pálsson, rithöfund og þýðanda. Háskólasamfélagið og rithöfundar eru harmi slegnir við fráfall Sigurðar Pálssonar rithöfundar, sem er látinn 69 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í brjósthimnu fyrir þremur árum. Sigurður var fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og vann við sjónvarp og kvikmyndir. Hann hafði þó einkum fengist við ritstörf og þýðingar um langt skeið. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var sæmdur fálkaorðunni á nýársdag 2017. „Að tala við hann var alltaf eins konar ljóðagjörningur. Við áttum ótal símtöl í gegnum árin og maður var alltaf uppnuminn eftir hvert símtal. Hann talaði oft í myndmáli og var talandi skáld, ekki bara skrifandi skáld,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent við íslenskudeild Háskóla Íslands og umsjónarmaður með ritlistarnámi við skólann.Pétur Gunnarsson rithöfundurRúnar Helgi segir að Sigurður hafi haldið þessu ljóðræna tungutaki alveg fram á síðasta dag. „Það er hálfur mánuður síðan ég hitti hann síðast á líknardeildinni og þá var það enn þá ljóðræn upplifun að heyra hann lýsa sínum veikindum og sínu meini. Hann var enn skapandi í hugsun, alveg fram í andlátið,“ segir Rúnar Helgi. Hann segir nemendur sína hafa tjáð sig opinskátt um andlát Sigurðar, enda hafi hann verið afar vinsæll og virtur kennari. Þau séu slegin þó að þau hafi vitað í hvað stefndi. Sigurður kenndi ritlist í tólf ár og leiðbeindi jafnframt nemendum með lokaverkefni þeirra. „Síðustu tvo vetur kenndi hann með krabbameinið og missti ekki úr eina einustu kennslustund þótt af honum væri dregið. Hann naut þess að vera í samskiptum við ritlistarnema og gladdist yfir velgengni þeirra,“ segir Rúnar Helgi. Pétur segir að æviverk Sigurðar sé mikið að vöxtum, ljóð, leikrit, sögur og síðast en ekki síst öll þau erlendu verk sem hann miðlaði íslenskum lesendum í hágæða þýðingum. „Allt mun það lifa áfram og maðurinn sjálfur ógleymanlegur öllum sem honum kynntust,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira