Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hér má sjá brot af því magni melatóníns sem tollverðir hafa haldlagt að undanförnu. Mynd/Tollstjóri „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira