Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:07 Þrívíddargangbrautin í Hafnarstræti á Ísafirði. Mynd/Ágúst G. Atlason Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla
Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45