Móðir lagði banka sem lánaði syninum milljónir fyrir Audi árið 2007 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 11:45 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira