Sport

Eini leikmaður Steelers sem lét sjá sig í þjóðsöngnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Villanueva er hér einn á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn.
Villanueva er hér einn á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. vísir/getty
Öll lið NFL-deildarinnar tóku þátt í mótmælum í gær sem var beint að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann virðir ekki tjáningarfrelsi leikmanna og vill láta reka leikmenn sem neita að standa er þjóðsöngurinn er leikinn.

Pittsburgh Steelers tók þann pólinn í hæðina að bíða inn í klefa á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Önnur lið héldust jafnvel í hendur. Þá annað hvort standandi eða krjúpandi.

Alejandro Villanueva var aftur á móti sá eini liði Steelers sem mætti út á völl er þjóðsöngurinn var leikinn. Hann fór niður göngin og stóð við enda ganganna er þjóðsöngurinn var leikinn.

Villanueva er fyrrum hermaður og sinnti meðal annars herskyldu í Afganistan. Hann vildi ekki að spjótin myndu beinast að sér er Steelers var að skipuleggja sín mótmæli. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að bíða inn í klefa.

Villanueva virðist ekki hafa verið tilbúinn að taka þátt í því á endanum þar sem hann fór einn út. Hann gaf ekki færi á viðtali eftir leik en félagar hans sögðust vel skilja að hann hefði ákveðið að fara út á völlinn fyrir þjóðsönginn.

Leikmaðurinn er eðlilega mikið í fréttum í dag út af málinu. Þjóðsöngvamótmælin hafa klofið Bandaríkin í tvennt og þeir sem styðja Villanueva kaupa nú treyju hans í bílförmum.

NFL

Tengdar fréttir

Mátti ekki fagna eins og pissandi hundur

Odell Beckham Jr. sýndi snilldartakta í gær þegar hann skorað tvö snertimörk með stuttu millibili fyrir lið sitt New York Giants í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×