Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 09:00 Dómararnir voru einu þátttakendurnir í leiknum sem hlustuðu á þjóðsöngvana inn á leikvanginum. Vísir/Getty Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira