Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 09:00 Dómararnir voru einu þátttakendurnir í leiknum sem hlustuðu á þjóðsöngvana inn á leikvanginum. Vísir/Getty Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans. NFL Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira
Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans.
NFL Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira