Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2017 14:39 Bótakrafan á hendur Magnúsi af hálfu United Silicon eru 540 milljónir króna og nú hafa eignir hans hérlendis verið kyrrsettar. Sýslumaður hefur fallist á óskir stjórnar United Silicon um að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi verði kyrrsettar. Fréttablaðið greindi í morgun frá því að beiðni þessa efnis lægi fyrir og nú hefur þetta sem sagt komið á daginn. Eins og fram hefur komið er fyrirtækið í greiðslustöðvun og vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Vísi að bótakrafan nemi 540 milljónum króna. Stjórnin telur að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús sjálfur hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þær séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvaða eignir þetta eru en Vísir hefur greint frá miklum bílaáhuga Magnúsar og það að hann hafi stundað hraðakstur á 20 milljóna króna Teslabifreið sinni. Eftir því sem næst verður komist var sú bifreið Magnúsar gerð upptæk vegna glæfraaksturs.Þá greindi Vísir frá því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi væri auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum. 26. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Sýslumaður hefur fallist á óskir stjórnar United Silicon um að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi verði kyrrsettar. Fréttablaðið greindi í morgun frá því að beiðni þessa efnis lægi fyrir og nú hefur þetta sem sagt komið á daginn. Eins og fram hefur komið er fyrirtækið í greiðslustöðvun og vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Vísi að bótakrafan nemi 540 milljónum króna. Stjórnin telur að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús sjálfur hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þær séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvaða eignir þetta eru en Vísir hefur greint frá miklum bílaáhuga Magnúsar og það að hann hafi stundað hraðakstur á 20 milljóna króna Teslabifreið sinni. Eftir því sem næst verður komist var sú bifreið Magnúsar gerð upptæk vegna glæfraaksturs.Þá greindi Vísir frá því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi væri auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu.
Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum. 26. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum. 26. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48