Samþykktu breytingar á útlendingalögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 06:27 Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan 1 í nótt. Vísir/Ernir Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi.
Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15