Tjaldbúinn fær hjólhýsi að láni Þórdís Valsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Kjartan hefur búið í tjaldi frá því í sumar, nú síðast í garðinum hjá velviljuðu fólki í Hafnarfirði. Vísir Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi frá því í júlí, hefur fengið afnot af hjólhýsi. Hann segir að fyrirtækið Víkurverk hafi haft samband við hann og boðið honum að fá hjólhýsi að láni fram að áramótum. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrr á árinu og missti í kjölfarið tekjurnar. Hann bjó fyrst um sinn í tjaldi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stöð 2 sagði frá því á mánudag að velviljað fólk í Hafnarfirði hafi leyft Kjartani og konunni hans að tjalda í garðinum þeirra. Þetta sama fólk hefur gefið þeim samþykki fyrir því að leggja hjólhýsinu í innkeyrslu við húsið þeirra. Hjónin hafa því enn aðgang að rafmagni. „Vignir Andersen hafði samband við mig og sagði að hann hefði rætt við yfirmann sinn sem hafi tekið vel í það að gera okkur þennan greiða,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé mjög þakkláturVignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að hann hafi viljað láta gott af sér leiða.Vignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að þeir hafi viljað láta gott af sér leiða. „Ég sá hann í fréttunum á Stöð 2 og bar svo upp erindið við yfirmann minn. Við eigum nokkur notuð hjólhýsi sem við gætum séð af og yfirmaður minn tók mjög vel í það.“ Vignir Freyr segir að þeir hafi skoðað það hvers konar hjólhýsi myndi henta Kjartani og að þeir hafi lánað honum hjólhýsi sem er með ofnakerfi, svo hægt sé að hafa hita í húsinu þegar kólnar. Eftir að Kjartan og kona hans lentu á götunni þurfti Kjartan og kona hans að senda dóttur hennar í burtu í eitt ár. Kjartan segist nú bjartsýnn fyrir því að geta fengið hana í heimsókn til þeirra í nýja hjólhýsið. „Ég get núna hugsað til þess að fá stelpuna hingað yfir helgi, setið uppréttur og borðað mat með henni, ekki húkandi í tjaldstólum.“ Stúlkan býr nú hjá föður sínum. Kjartan segir að bæði andleg og líkamleg heilsa hans hafi hrakað mikið undanfarnar vikur. „Tjaldið hefur ekki farið vel með mann, kuldinn getur verið mikill. Maður er enn að reyna að berjast.“ Kjartan á bókaðan fund hjá Rauðakrossi Íslands á morgun og vonast til þess geta fengið einhverja hjálp þar. Tengdar fréttir Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00 Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi frá því í júlí, hefur fengið afnot af hjólhýsi. Hann segir að fyrirtækið Víkurverk hafi haft samband við hann og boðið honum að fá hjólhýsi að láni fram að áramótum. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrr á árinu og missti í kjölfarið tekjurnar. Hann bjó fyrst um sinn í tjaldi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stöð 2 sagði frá því á mánudag að velviljað fólk í Hafnarfirði hafi leyft Kjartani og konunni hans að tjalda í garðinum þeirra. Þetta sama fólk hefur gefið þeim samþykki fyrir því að leggja hjólhýsinu í innkeyrslu við húsið þeirra. Hjónin hafa því enn aðgang að rafmagni. „Vignir Andersen hafði samband við mig og sagði að hann hefði rætt við yfirmann sinn sem hafi tekið vel í það að gera okkur þennan greiða,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé mjög þakkláturVignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að hann hafi viljað láta gott af sér leiða.Vignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að þeir hafi viljað láta gott af sér leiða. „Ég sá hann í fréttunum á Stöð 2 og bar svo upp erindið við yfirmann minn. Við eigum nokkur notuð hjólhýsi sem við gætum séð af og yfirmaður minn tók mjög vel í það.“ Vignir Freyr segir að þeir hafi skoðað það hvers konar hjólhýsi myndi henta Kjartani og að þeir hafi lánað honum hjólhýsi sem er með ofnakerfi, svo hægt sé að hafa hita í húsinu þegar kólnar. Eftir að Kjartan og kona hans lentu á götunni þurfti Kjartan og kona hans að senda dóttur hennar í burtu í eitt ár. Kjartan segist nú bjartsýnn fyrir því að geta fengið hana í heimsókn til þeirra í nýja hjólhýsið. „Ég get núna hugsað til þess að fá stelpuna hingað yfir helgi, setið uppréttur og borðað mat með henni, ekki húkandi í tjaldstólum.“ Stúlkan býr nú hjá föður sínum. Kjartan segir að bæði andleg og líkamleg heilsa hans hafi hrakað mikið undanfarnar vikur. „Tjaldið hefur ekki farið vel með mann, kuldinn getur verið mikill. Maður er enn að reyna að berjast.“ Kjartan á bókaðan fund hjá Rauðakrossi Íslands á morgun og vonast til þess geta fengið einhverja hjálp þar.
Tengdar fréttir Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00 Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00
Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00