Tjaldbúinn fær hjólhýsi að láni Þórdís Valsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Kjartan hefur búið í tjaldi frá því í sumar, nú síðast í garðinum hjá velviljuðu fólki í Hafnarfirði. Vísir Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi frá því í júlí, hefur fengið afnot af hjólhýsi. Hann segir að fyrirtækið Víkurverk hafi haft samband við hann og boðið honum að fá hjólhýsi að láni fram að áramótum. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrr á árinu og missti í kjölfarið tekjurnar. Hann bjó fyrst um sinn í tjaldi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stöð 2 sagði frá því á mánudag að velviljað fólk í Hafnarfirði hafi leyft Kjartani og konunni hans að tjalda í garðinum þeirra. Þetta sama fólk hefur gefið þeim samþykki fyrir því að leggja hjólhýsinu í innkeyrslu við húsið þeirra. Hjónin hafa því enn aðgang að rafmagni. „Vignir Andersen hafði samband við mig og sagði að hann hefði rætt við yfirmann sinn sem hafi tekið vel í það að gera okkur þennan greiða,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé mjög þakkláturVignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að hann hafi viljað láta gott af sér leiða.Vignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að þeir hafi viljað láta gott af sér leiða. „Ég sá hann í fréttunum á Stöð 2 og bar svo upp erindið við yfirmann minn. Við eigum nokkur notuð hjólhýsi sem við gætum séð af og yfirmaður minn tók mjög vel í það.“ Vignir Freyr segir að þeir hafi skoðað það hvers konar hjólhýsi myndi henta Kjartani og að þeir hafi lánað honum hjólhýsi sem er með ofnakerfi, svo hægt sé að hafa hita í húsinu þegar kólnar. Eftir að Kjartan og kona hans lentu á götunni þurfti Kjartan og kona hans að senda dóttur hennar í burtu í eitt ár. Kjartan segist nú bjartsýnn fyrir því að geta fengið hana í heimsókn til þeirra í nýja hjólhýsið. „Ég get núna hugsað til þess að fá stelpuna hingað yfir helgi, setið uppréttur og borðað mat með henni, ekki húkandi í tjaldstólum.“ Stúlkan býr nú hjá föður sínum. Kjartan segir að bæði andleg og líkamleg heilsa hans hafi hrakað mikið undanfarnar vikur. „Tjaldið hefur ekki farið vel með mann, kuldinn getur verið mikill. Maður er enn að reyna að berjast.“ Kjartan á bókaðan fund hjá Rauðakrossi Íslands á morgun og vonast til þess geta fengið einhverja hjálp þar. Tengdar fréttir Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00 Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi frá því í júlí, hefur fengið afnot af hjólhýsi. Hann segir að fyrirtækið Víkurverk hafi haft samband við hann og boðið honum að fá hjólhýsi að láni fram að áramótum. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrr á árinu og missti í kjölfarið tekjurnar. Hann bjó fyrst um sinn í tjaldi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stöð 2 sagði frá því á mánudag að velviljað fólk í Hafnarfirði hafi leyft Kjartani og konunni hans að tjalda í garðinum þeirra. Þetta sama fólk hefur gefið þeim samþykki fyrir því að leggja hjólhýsinu í innkeyrslu við húsið þeirra. Hjónin hafa því enn aðgang að rafmagni. „Vignir Andersen hafði samband við mig og sagði að hann hefði rætt við yfirmann sinn sem hafi tekið vel í það að gera okkur þennan greiða,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé mjög þakkláturVignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að hann hafi viljað láta gott af sér leiða.Vignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að þeir hafi viljað láta gott af sér leiða. „Ég sá hann í fréttunum á Stöð 2 og bar svo upp erindið við yfirmann minn. Við eigum nokkur notuð hjólhýsi sem við gætum séð af og yfirmaður minn tók mjög vel í það.“ Vignir Freyr segir að þeir hafi skoðað það hvers konar hjólhýsi myndi henta Kjartani og að þeir hafi lánað honum hjólhýsi sem er með ofnakerfi, svo hægt sé að hafa hita í húsinu þegar kólnar. Eftir að Kjartan og kona hans lentu á götunni þurfti Kjartan og kona hans að senda dóttur hennar í burtu í eitt ár. Kjartan segist nú bjartsýnn fyrir því að geta fengið hana í heimsókn til þeirra í nýja hjólhýsið. „Ég get núna hugsað til þess að fá stelpuna hingað yfir helgi, setið uppréttur og borðað mat með henni, ekki húkandi í tjaldstólum.“ Stúlkan býr nú hjá föður sínum. Kjartan segir að bæði andleg og líkamleg heilsa hans hafi hrakað mikið undanfarnar vikur. „Tjaldið hefur ekki farið vel með mann, kuldinn getur verið mikill. Maður er enn að reyna að berjast.“ Kjartan á bókaðan fund hjá Rauðakrossi Íslands á morgun og vonast til þess geta fengið einhverja hjálp þar.
Tengdar fréttir Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00 Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00
Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00