Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2017 20:24 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með Liam Fox ráðherra alþjóðaviðskipta í Bretland. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“ Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37