Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2017 20:24 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með Liam Fox ráðherra alþjóðaviðskipta í Bretland. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“ Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37