Innlent

Flokkur Sigmundar Davíðs mælist með sjö prósenta fylgi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. vísir/auðunn
Nýr stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, fengi sjö prósent fylgi ef kosið yrði til Alþingis í dag samkvæmt skoðanakönnun MMR.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR en í könnuninni mælast Vinstri græn með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka, eða 24,7 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lækkað um tæp 2 prósentustig frá síðustu könnun MMR sem lauk 4. september 2017 og mældist nú 23,5 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 10,4 prósent og hækkar á milli mælina en fylgi Pírata lækkar milli mælinga og er nú 10 prósent.

Athygli vekur að fyrirhugaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með stuðning 7,3 prósent kjósenda og mælist þar með stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn. Framsókn mælist nú með 6,4 prósent fylgi sem er lægra en í síðustu könnun MMR.

„Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,4% og mældist 9,6% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 10,0% og mældist 13,8% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 8,5% og mældist 9,1% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknar mældist nú 6,4% og mældist 9,7% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 4,9% og mældist 7,3% í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 2,5% og mældist 3,0% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,7% samanlagt,“ segir á vef MMR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×