Innlent

Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda, en velferðarráðuneytið fer með málefni flóttafólks.
Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda, en velferðarráðuneytið fer með málefni flóttafólks. Vísir/Stefán
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks verði nær þrefölduð.

Á gildandi fjárlögum var gert ráð fyrir rúmum 153 milljónum króna í málaflokkinn en í frumvarpinu er lagt til að rúmar 410 milljónir króna fari í málefni innflytjenda og flóttafólks innan velferðarráðuneytisins.

Upphæðin hækkar því um 248,4 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 9,3 milljónum króna.

Þurfa að mæta viðvarandi fjölgun hælisumsókna

Þá er framlag til hælismála aukið um 1,57 milljarða króna til að mæta viðvarandi fjölgun hælisumsókna. Með þessu viðbótarframlagi verða heildarframlög til hælismála 2,68 milljarðar króna.

Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihaldi þeirra en hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd.

Í frumvarpinu segir að markmið stjórnvalda séu að ísland taki í ríkari mæli þátt í að koma til móts við flóttamannavanda heimsins með aukinni og markvissari móttöku flóttafólks og að þjónusta við flóttafólk verði bætt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×