J.J. Abrams mun leikstýra Star Wars: Episode IX 12. september 2017 14:37 J.J. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Vísir/afp J.J. Abrams hefur verið ráðinn til að skrifa og leikstýra níunda hluta Star Wars-myndanna. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Greint var frá ráðningunni á heimasíðu Star Wars í dag. Colin Trevorrow átti upphaflega að leikstýra myndinni en fyrir viku var greint frá því að honum hafi verið vikið frá störfum. Abrams mun skrifa handritið ásamt Chris Terrio. Kathleen Kennedy, Michelle Rejwan, Abrams, Bad Robot, og Lucasfilm framleiða myndina. Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfims, segist himinlifandi með að hafa fengið Abrams til að koma að gerð myndarinnar. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Áttundi hluti Star Wars, The Last Jedi, verður frumsýnd nú skömmu fyrir jól. Abrams hefur áður leikstýrt myndum og þáttum á borð við Lost, Fringe, Star Trek (2009) og Star Trek Into the Darkness. Reiknað er með að níunda Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2019. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
J.J. Abrams hefur verið ráðinn til að skrifa og leikstýra níunda hluta Star Wars-myndanna. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Greint var frá ráðningunni á heimasíðu Star Wars í dag. Colin Trevorrow átti upphaflega að leikstýra myndinni en fyrir viku var greint frá því að honum hafi verið vikið frá störfum. Abrams mun skrifa handritið ásamt Chris Terrio. Kathleen Kennedy, Michelle Rejwan, Abrams, Bad Robot, og Lucasfilm framleiða myndina. Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfims, segist himinlifandi með að hafa fengið Abrams til að koma að gerð myndarinnar. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Áttundi hluti Star Wars, The Last Jedi, verður frumsýnd nú skömmu fyrir jól. Abrams hefur áður leikstýrt myndum og þáttum á borð við Lost, Fringe, Star Trek (2009) og Star Trek Into the Darkness. Reiknað er með að níunda Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2019.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira