Fjölbreytt flóra á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Ný mál og endurflutt eru boðuð frá ríkisstjórninni en málaskrá hennar var birt í gær. Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira