Síðustu tætlur af sjálfsvirðingu BF Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 13:23 Össur Skarphéðinsson er í miklu stuði og býður uppá gagnmerkar og snarpar stjórnmálaskýringar á Facebookvegg sínum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira