Innlent

Segir Sigríði Andersen seka um yfirhylmingu

Jakob Bjarnar skrifar
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að samkvæmt stjórnsýslulögum  beri mönnum ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að samkvæmt stjórnsýslulögum beri mönnum ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að Sigríður Á Andersen dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu.

Haukur fer yfir málið á Facebooksíðu sinni, vísar til þess að Prófessor dr. Eiríkur Bergmann hafi auglýst eftir stjórnsýslulegum sjónarmiðum varðandi „yfirhylmingarmálið“ í hádegisfréttum. Eða í því máli sem hefur orðið til þess að Björt framtíð hefur sagt sig frá stjórnarsamstarfinu.

Haukur telur forsætisráherra hafa sýnt dómgreinarbrest.
„Mitt sjónarmið er að Sigríður Á Andersen beri að lítið athuguðu máli alla ábyrgð á yfirhylmingunni. Þá á ég við að ráðherrar hafa á engan hátt sameiginlegt vald, samkvæmt stjórnarskrá ber hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki,“ segir Haukur.

Dómgreindarleysi forsætisráðherra

Að því sögðu nefnir hann að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sér þar með og ekki endilega með hreinan skjöld.

„Við skulum vona að hann hafi ekki hvatt dómsmálaráðherra til að hylma yfir málið, það myndi veikja hans stöðu og jafnvel færa ábyrgðina yfir á hann að hluta eða öllu leyti. Þá á ég m.a. við að hann getur haft afgerandi áhrif á stjórnmálaframa dómsmálaráðherra og því má hugsa sér að hann hafi misnotað vald. En munum samt að þetta eru getgátur.

Haukur telur að Alþingi ætti að huga gaumgæfilega að stöðu Brynjars Níelssonar.
Að öðru leyti hefur hann sýnt dómgreindarleysi í málinu frá upphafi með því að segja ekki sannleikann og allan sannleikann. Það getur komið sér illa pólitískt.“

Staða Brynjars tæp

Þá beinir Haukur sjónum að stöðu Brynjars Nielssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og telur eðlilegt að Alþingi skoði hana vel.

Brynjar „tók ekki ákvörðun um birtingu gagnanna á grundvelli eigin dómgreindar, en ákvað að hylma yfir til að hlífa forsætisráðherra frá óþægindum og felur sig bak við trúnað við ráðherra.

Mönnum ber ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot.

Þá þarf að skoða stöðu annarra þingmanna meirihlutans sem gerðu það sama. Þá finnst mér að Brynjar ætti að taka upp stífar hæfisreglur í málum þótt hann sé ekki háður slíkum reglum á Alþingi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×