Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Kristín Hauksdóttir og Helga Gylfadóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, koma Leirfinni fyrir á safninu. vísir/anton brink Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira