Björt framtíð verður með í starfsstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26
Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20