„Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2017 06:39 Tolli Morthens vill ekki gera lítið úr þjáningum þolenda þó hann telji að margir afbrotamenn eigi skilið annað tækifæri. Vísir/GVA Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10