Minnst þriggja flokka meirihluti í boði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. september 2017 19:30 Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton Kosningar 2017 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton
Kosningar 2017 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira