Rotturnar sleikja líka sólina í borginni Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Rottur eru meira áberandi í borginni þegar hlýnar í veðri. vísir/gva Líklega má skýra það að Vesturbæingar verði meira varir við rottugang núna en áður með því að þegar vel viðrar séu rottur meira á ferli. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, bendir á að ekki sé óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Hanna Ólafsdóttir, blaðamaður sem býr í Vesturbænum, birti á Facebook-síðunni Vesturbær myndband af rottu við Holtsgötu á laugardaginn. Færslan fékk mikil viðbrögð innan hópsins. Hanna segist þó aðeins hafa séð rottu á ferli í Vesturbænum í þetta eina skipti. Í Facebook-hópnum má sjá nokkrar færslur frá öðrum notendum um rottugang á svæðinu síðustu vikur, sumar rotturnar hafa verið á lífi en aðrar dauðar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Starfsmaður meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir ekki meiri rottugang í Vesturbænum en venjulega þrátt fyrir frásagnir af því. Fólk verði ef til vill meira vart við þær núna, en tilkynningum hefur ekki fjölgað hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar. Að mati starfsmannsins gæti verið að fólk tæki meira eftir rottum vegna umfjöllunar um rottugang. Fólk sé farið að líta sér nær og skoða heimahverfið meira. Bjarni telur það ekki rétt að rottugangur hafi aukist. „Þegar það verður vart við rottur þá hefur fólk yfirleitt samband við meindýraeyða borgarinnar þannig að þeir eru með ansi góða skráningu á því sem er að gerast.“ Þegar tilkynnt sé um rottugang mæti meindýraeyðar og setji upp gildrur. „En síðan er eitrað í skolpbrunnana á sumrin til þess að halda rottum í skefjum. Engin hætta er á því að gæludýr komist í slíkt eitur,“ segir Bjarni. Hann bendir á að rottur séu meira á ferli í góðu veðri. „Það er kannski mikið af opnum húsgrunnum vegna fjölda framkvæmda sem eru í gangi í Reykjavík. Þegar er verið að sinna viðhaldi hér og þar og skolpið er kannski opnað þá geta þær jafnvel flúið og farið á stjá. Þannig að það er ekki óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Mikilvægt er að fólk láti meindýravarnir vita þegar það verður vart við rottur. Hægt er að finna síma hjá meindýravörnum á síðu borgarinnar,“ segir Bjarni Brynjólfsson. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu. 19. ágúst 2015 15:00 „Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Ástand lagna í borginni er ekki gott og eru rottur farnar að gera sig heimakomnar víða í þeim. 15. júlí 2015 11:49 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Líklega má skýra það að Vesturbæingar verði meira varir við rottugang núna en áður með því að þegar vel viðrar séu rottur meira á ferli. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, bendir á að ekki sé óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Hanna Ólafsdóttir, blaðamaður sem býr í Vesturbænum, birti á Facebook-síðunni Vesturbær myndband af rottu við Holtsgötu á laugardaginn. Færslan fékk mikil viðbrögð innan hópsins. Hanna segist þó aðeins hafa séð rottu á ferli í Vesturbænum í þetta eina skipti. Í Facebook-hópnum má sjá nokkrar færslur frá öðrum notendum um rottugang á svæðinu síðustu vikur, sumar rotturnar hafa verið á lífi en aðrar dauðar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Starfsmaður meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir ekki meiri rottugang í Vesturbænum en venjulega þrátt fyrir frásagnir af því. Fólk verði ef til vill meira vart við þær núna, en tilkynningum hefur ekki fjölgað hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar. Að mati starfsmannsins gæti verið að fólk tæki meira eftir rottum vegna umfjöllunar um rottugang. Fólk sé farið að líta sér nær og skoða heimahverfið meira. Bjarni telur það ekki rétt að rottugangur hafi aukist. „Þegar það verður vart við rottur þá hefur fólk yfirleitt samband við meindýraeyða borgarinnar þannig að þeir eru með ansi góða skráningu á því sem er að gerast.“ Þegar tilkynnt sé um rottugang mæti meindýraeyðar og setji upp gildrur. „En síðan er eitrað í skolpbrunnana á sumrin til þess að halda rottum í skefjum. Engin hætta er á því að gæludýr komist í slíkt eitur,“ segir Bjarni. Hann bendir á að rottur séu meira á ferli í góðu veðri. „Það er kannski mikið af opnum húsgrunnum vegna fjölda framkvæmda sem eru í gangi í Reykjavík. Þegar er verið að sinna viðhaldi hér og þar og skolpið er kannski opnað þá geta þær jafnvel flúið og farið á stjá. Þannig að það er ekki óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Mikilvægt er að fólk láti meindýravarnir vita þegar það verður vart við rottur. Hægt er að finna síma hjá meindýravörnum á síðu borgarinnar,“ segir Bjarni Brynjólfsson.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu. 19. ágúst 2015 15:00 „Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Ástand lagna í borginni er ekki gott og eru rottur farnar að gera sig heimakomnar víða í þeim. 15. júlí 2015 11:49 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03
Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu. 19. ágúst 2015 15:00
„Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Ástand lagna í borginni er ekki gott og eru rottur farnar að gera sig heimakomnar víða í þeim. 15. júlí 2015 11:49