Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. september 2017 14:15 Litla prinsessan, Karlotta Elísabet Díana af Cambridge. Hún er yngra barn þeirra Vilhjálms og Katrínar. Skírnarathöfnin tók 45 mínútur, að því er fram kom í USA Today. Einungis nánum ættingjum og vinum var boðið í athöfnina sem fór fram í Sandringhamkirkjunni í Norfolk. Nodicphotos/Getty Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira