Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. september 2017 14:15 Litla prinsessan, Karlotta Elísabet Díana af Cambridge. Hún er yngra barn þeirra Vilhjálms og Katrínar. Skírnarathöfnin tók 45 mínútur, að því er fram kom í USA Today. Einungis nánum ættingjum og vinum var boðið í athöfnina sem fór fram í Sandringhamkirkjunni í Norfolk. Nodicphotos/Getty Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira