Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. september 2017 14:15 Litla prinsessan, Karlotta Elísabet Díana af Cambridge. Hún er yngra barn þeirra Vilhjálms og Katrínar. Skírnarathöfnin tók 45 mínútur, að því er fram kom í USA Today. Einungis nánum ættingjum og vinum var boðið í athöfnina sem fór fram í Sandringhamkirkjunni í Norfolk. Nodicphotos/Getty Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira