Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. september 2017 14:15 Litla prinsessan, Karlotta Elísabet Díana af Cambridge. Hún er yngra barn þeirra Vilhjálms og Katrínar. Skírnarathöfnin tók 45 mínútur, að því er fram kom í USA Today. Einungis nánum ættingjum og vinum var boðið í athöfnina sem fór fram í Sandringhamkirkjunni í Norfolk. Nodicphotos/Getty Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira