Innlent

Elka Björnsdóttir hélt dagbók um erfiða fátækt í Reykjavík

María Elísabet Pallé skrifar
Elke fæddist árið 1881 og dó árið 1924. Þegar hún var 25 ára gömul flutti hún úr Þingvallasveit til Reykjavíkur og hóf að rita dagbækur sínar

þar sem hún lýsir erfiðu lífi á þessum tíma. Lesið var upp úr dagbókum hennar á Austurvelli í dag.



„Hún lýsir þessu lífi sem mjög erfiðu sem daglaunamaður í Reykjavík á þessum árum fyrir daga allra almanntrygginga og þetta er ótrúleg heimild um líf fátæks fókls á Íslandi á þessum tíma og sem slík ótrúlega merkileg,“ segir Hilma Gunnarsdóttir sem hefur kynnt sér dagbækurnar.

 

Elka var frumkvöðull í verkalýðsbaráttunni en lengst af starfaði hún við þrif í miðbæ Reykjavíkur.

„Elka var frábær manneskja, svona kona eins og maður myndi vilja hafa í sínu lífi, hún vildi reynast fólki vel og var góð við dýr og menn ásamt því að vera mikill leiðtogi í raun. Hún stofnaði verkakonufélagið Framsókn ásamt fleiri konum, sat stofnfund ASÍ og Alþýðuflokksins og beitti sér í verkalýðsmálum,“ segir Hilma.

Hilma segir að dagbækurnar innihaldi bæði sorg og bjartsýni en séu lýsandi fyrir þau afrek sem verkalýðshreyfingin vann á tiltölulega stuttum

tíma.

„ Hún var mjög höfðingjadjörf, hún vílaði ekki fyrir sér að banka upp á hjá forráðamönnum útgerðarfyrirtækisins Kvöldúlfs og biðja um

kauphækkun. Hún var líka mjög praktísk í sínum lausnum, hún sér það að hún getur ekki lifað á þessum launum sem hún er að fá og hún vill

breyta því,“ segir Hilma.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×