Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira