Innlent

Vegurinn að Seljavallalaug nánast ófær og versnar við rigningar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Holur hafa myndast í veginum vegna þungrar umferðar.
Holur hafa myndast í veginum vegna þungrar umferðar. Mynd/SG
Vegurinn að Seljavallalaug, sem er orðin vinsæll ferðamannastaður, er orðinn afar holóttur eftir því sem umferð um hann hefur færst í aukana. Til stendur að hefla hann á næstu dögum.

Hefillinn var í Landeyjum á leið austur á mánudag. „Ástandið versnar með hverjum deginum, sérstaklega þegar er farið að rigna. Það er svo ofboðsleg umferð þarna, hann ræður ekki við þetta, þessi vegur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal.

Hann segir að lítið hafi verið um kvartanir vegna vegarins. „Langmest fara þarna útlendingar sem heyrist ekkert í, þannig að þá verðum við bara sjálfir að fylgjast með,“ segir Ágúst.

Margir leggja leið sína í laugina að sögn Ármanns Fannars Magnússonar, formanns Ungmennafélagsins Eyfellings, sem rekur laugina. „Fyrir tveimur eða þremur árum var talið að gamni hvað væri að koma yfir sumartímann. Það voru um 300 manns á dag og það hefur ekki minnkað síðan,“ segir Ármann.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.