Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 07:59 Frá flugeldasýningunni í gærkvöld, tónlistarhúsið Hörpu má sjá neðst á myndinni. Höfuðborgarstofa Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt. Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt.
Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33