Borgin geti ekki verið stikkfrí Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 09:54 Hinn umdeildi, útlenski innkaupapoki fær að standa á Lækjartorgi fram að mánaðamótum. Vísir/Stefán Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lögregla leitar manns Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lögregla leitar manns Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13