Flytja H&M skiltið af Lækjartorgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2017 14:43 Frá flutningnunum á Lækjartorgi um tvöleytið í dag. Vísir/Vilhelm Risavaxið auglýsingaskilti í formi innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunar H&M um helgina var fjarlægt af Lækjartorgi eftir hádegið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að með þessu sé verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem auglýsingin hafi fengið. Skiltið verður flutt í Smáralind.Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliÓhætt er að segja að skiltið hafi vaktið mikla athygli en því var komið fyrir á Lækjartorgi á mánudagsmorgun. Tilskilin leyfi höfðu fengist hjá borginni fyrir uppsetningunni og átti skiltið að fá að standa á torginu út mánuðinn. „Það kom mikil gagnrýni á þessa uppstillingu og við brugðumst því við með þessum hætti,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Gagnrýnin hefur komið fram á samfélagsmiðlum og vakti gagnrýni Eiríks Rögnvaldsson íslenskufræðings nokkra athygli. Borgin ekki stikkfrí „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að Reykjavíkurborg bryti lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí.Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg„Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ sagði Eiríkur og bætti því við að Neytendastofa hefði ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Skiltið fer í Smáralind Skiltið verður flutt í Smáralind þar sem H&M verður opnuð á laugardaginn. „Það sem við erum að gera núna er heildarendurskoðun á verkferlum varðandi veitingu leyfa,“ segir Hjalti um stöðu mála hjá borginni. Aðspurður hvað fulltrúum H&M hafi fundist um þessa ákvörðun borgarinnar að flytja skiltið af Lækjartorgi segir Hjalti að fulltrúarnir verði að svara því.Uppfært klukkan 16:02 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Auglýsingin á Lækjartorgi hefði þurft frekari umfjöllun Mistök voru gerð milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þegar veitt var leyfi fyrir H&M auglýsingu á Lækjargötu. Málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvorki er við birtingaraðila né H&M að sakast í þessu máli. Skiltið verður fjarlægt af Lækjartorgi í dag. Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna. Unnið er að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi. H&M Tengdar fréttir Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Risavaxið auglýsingaskilti í formi innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunar H&M um helgina var fjarlægt af Lækjartorgi eftir hádegið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að með þessu sé verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem auglýsingin hafi fengið. Skiltið verður flutt í Smáralind.Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliÓhætt er að segja að skiltið hafi vaktið mikla athygli en því var komið fyrir á Lækjartorgi á mánudagsmorgun. Tilskilin leyfi höfðu fengist hjá borginni fyrir uppsetningunni og átti skiltið að fá að standa á torginu út mánuðinn. „Það kom mikil gagnrýni á þessa uppstillingu og við brugðumst því við með þessum hætti,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Gagnrýnin hefur komið fram á samfélagsmiðlum og vakti gagnrýni Eiríks Rögnvaldsson íslenskufræðings nokkra athygli. Borgin ekki stikkfrí „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að Reykjavíkurborg bryti lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí.Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg„Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ sagði Eiríkur og bætti því við að Neytendastofa hefði ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Skiltið fer í Smáralind Skiltið verður flutt í Smáralind þar sem H&M verður opnuð á laugardaginn. „Það sem við erum að gera núna er heildarendurskoðun á verkferlum varðandi veitingu leyfa,“ segir Hjalti um stöðu mála hjá borginni. Aðspurður hvað fulltrúum H&M hafi fundist um þessa ákvörðun borgarinnar að flytja skiltið af Lækjartorgi segir Hjalti að fulltrúarnir verði að svara því.Uppfært klukkan 16:02 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Auglýsingin á Lækjartorgi hefði þurft frekari umfjöllun Mistök voru gerð milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þegar veitt var leyfi fyrir H&M auglýsingu á Lækjargötu. Málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvorki er við birtingaraðila né H&M að sakast í þessu máli. Skiltið verður fjarlægt af Lækjartorgi í dag. Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna. Unnið er að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi.
H&M Tengdar fréttir Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13