„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Gissur Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2017 14:45 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld. Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld.
Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45