„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Gissur Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2017 14:45 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld. Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld.
Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45